Körfubolti

Danero Thomas í Tindastól

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thomas í baráttunni gegn Colin Prayor fyrr í vetur.
Thomas í baráttunni gegn Colin Prayor fyrr í vetur. vísir/andri marinó
Danero Thomas hefur skrifað undir eins árs samning við bikarmeistara Tindastóls. Þetta kom fram í íþróttafréttum Stöðvar 2 en Stólarnir byrjaðir að safna liði fyrir næsta tímabil. Samningurinn er til eins árs.

Greint frá þessu í íþróttafréttum kvöldsins en samningurinn er til eins árs. Danero er 32 ára gamall.

Thomas hefur spilað með ÍR undanfarið eitt og hálft tímabil en á síðasta tímabili var hann með rúm sextán stig að meðaltali fyrir Breiðhyltinga.

Auk þess gaf hann tæpar þrjár stoðsendingar á þeim 33 mínútunum sem hann spilaði að meðaltali.

ÍR datt einmitt út fyrir Tindastól í undanúrslitum Dominos-deildarinnar en Stólarnir töpuðu fyrir KR í úrslitaeinvíginu, 3-1. Stólarnir eru þó ríkjandi bikarmeistarar eftir stórsigur á KR í úrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×