Enski boltinn

Ings: Mikill léttir

Dagur Lárusson skrifar
Danny Ings.
Danny Ings. vísir/getty
Danny Ings, leikmaður Liverpool, var að vonum ánægður með sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni síðan október 2015 gegn WBA í gær.

 

Danny Ings skoraði markið á fjórðu mínútu leiksins en hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Liverpool en tvisvar sinnum hefur hann meiðst alvarlega á hné.

 

„Ég sagði við strákana að ég vissi ekki hvernig tilfinning yrði þegar ég myndi skora, en það var bara gleði og léttir sem ég fann.“

 

„Í dag tók ég ég stór skref persónulega sem ég vil byggja á, ég hef mikla trá á sjálfum mér og mikla trá á þessu liðii í heild sinni.“

 

„Ég er með frábæra leikmenn allt í kringum mig sem ég er að læra af á hverjum einasta degi og það mun ekki hætta núna.“

 

„Þetta er einmitt það sem ég er búinn að vera að berjast fyrir síðustu tvö árin, augnablik eins og þetta þegar ég skoraði þetta mark.“

 

„Ég hefði getað gefist upp á þessu, það hefði verið svo létt, en ég ákvað að leggja hart að mér og halda áfram og núna er ég að uppskera frá því.“

 

Danny Ings er auðvitað einn af þeim framherjum sem Gareth Southgate getur tekið með sér á HM í sumar og það er spurning hvort að Ings hafi aukið möguleika sína með þessu marki.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×