Erlent

Fengu aðgang að líki til að opna síma með fingraförum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Það færist í vöxt að fingraför látinna séu notuð til að opna síma þeirra
Það færist í vöxt að fingraför látinna séu notuð til að opna síma þeirra Vísir/EPA
Lögreglan í Flórída í Bandaríkjunum er harðlega gagnrýnd fyrir að hafa reynt að aflæsa snjallsíma látins manns með því að nota fingraför líksins sem auðkenni.

Maðurinn var skotinn til bana af lögreglu í síðasta mánuði eftir að hann lagði á flótta frá vettvangi glæps. Fjölskylda mannsins segir að líkið hafi verið komið í þeirra vörslu og hafi verið í kæliklefa á útfararstofu þegar tveir lögreglumenn birtust og kröfðust þess að sjá líkið. Þeir hafi haft snjallsíma hins látna meðferðis og hafi reynt, án árangurs, að taka læsinguna af símanum með því að renna fingrum líksins eftir skjánum.

Fjölskylda mannsins hefur farið fram á afsökunarbeiðni en Forbes greinir frá því að afar algengt sé að lögreglan noti fingraför látins fólks til að opna snjallsíma þeirra. Oft sé það gert til að bera kennsl á viðkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×