Lífið

Atriði úr Vargi: Elt af Baltasar Breka í hálfbyggðu húsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Anna Próchniak sést hér í senu í kvikmyndinni.
Anna Próchniak sést hér í senu í kvikmyndinni.
Pólska leikkonan Anna Próchniak og Baltasar Breki Samper sjást hér í hlutverkum sínum í kvikmyndinni Vargi eftir Börk Sigþórsson en myndin verður frumsýnd 4. maí.

Vargur er ný íslensk spennumynd, fyrsta kvikmynd Barkar Sigþórssonar í fullri lengd. Með aðalhlutverk fara þeir Gísli Örn Garðarsson og Baltasar Breki Samper, en þeir leika bræður sem báðir eru í bráðum fjárhagsvanda, af ólíkum ástæðum þó.

Annar þarf að koma sér undan handrukkurum vegna fíkniefnaskuldar, en hinn hefur dregið sér fé á vinnustað til að fjármagna dýran lífsstíl. Saman ákveða þeir að grípa til ólöglegra aðgerða til að koma sér á réttan kjöl.

Handrit og leikstjórn: Börkur Sigþórsson.

Framleiðendur: Baltasar Kormákur og Agnes Jóhansen.

Með helstu hlutverk fara Gísli Örn Garðarsson, Baltasar Breki Samper, Anna Próchniak, Marijana Jankovic, Rúnar Freyr Gíslason og Ingvar E. Sigurðsson.

Hér að neðan má sjá broti úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×