Erlent

Fimmtán milljarða króna nektarmynd sett á uppboð

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
lágmarksverðið á verkinu Nu Couché er það hæsta sem nokkurn tíman hefur verið sett á málverk á leið í uppboð.
lágmarksverðið á verkinu Nu Couché er það hæsta sem nokkurn tíman hefur verið sett á málverk á leið í uppboð. Mynd/Skjáskot
Málverkið Nu Couché eftir ítalska impressjónistann Amedeo Modigliani verður sett á uppboð hjá uppboðshúsinu Sothesby's í New York þann 14 maí. Upphæðin á verðmiðanum er ekki í lægri kantinum, 150 milljón dollarar, eða rúmlega fimmtán milljarðar íslenskra króna.

Um er að ræða lágmarksupphæð sem hægt er að bjóða í verkið og er þetta hæsta lágmarksupphæð sem hefur nokkru sinni verið sett á málverk á uppboði.

Simon Shaw, listfræðingur, segir Modigliani hafa skapað nýja tegund nektarmynda fyrir nútímann.Mynd/Skjáskot
„Modigliani skapaði nýja tegund nektarmynda fyrir nútímann,“ segir Sebastian Shaw sérfræðingur í impressjónisma hjá Sothesby's. „Hann nýtti sér líka mismunandi list hvaðanæva úr heiminum, frá mismunandi tímum, frá Egyptalandi, Japan og Grikklandi til forna og frá rómantískum málverkum alveg til þess nýjasta í kúbískum verkum Picassos og annarra samtímamanna. Og hann blandar þessu öllu saman í þessum glænýju nektarmyndum. Yfirleitt hefur verið viss fjarlægð á milli áhorfanda nektarmyndar og hvernig fyrirmyndin birtist. Hérna setur Modigliani þau á sama plan. Ef maður skoðar augnaráð hennar, hvernig hún horfist í augu við mann. Hún er mjög erótísk en mjög sjálfsörugg, hún er í miklu jafnvægi í kynvitund sinni og það er ótrúlega nýtt,“ segir hann.

Alls óvíst er hvert lokatilboðið verður en spennandi verður að sjá hvort að það nái að toppa kaupverðið á verkinu Salvator Mundi eftir Leonardo Da Vinci. það var selt í fyrra á 450 milljónir dollara en lágmarksverðið var töluvert lægra en á Nu Couché.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×