Handbolti

KA getur tryggt sér sæti í Olís-deildinni á fimmtudag

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Árnason er að gera góða hluti með KA-liðið.
Stefán Árnason er að gera góða hluti með KA-liðið. vísir/ernir
KA getur tryggt sér sæti í Olís-deild karla með sigri á HK á fimmtudaginn er liðin mætast á Akureyri í þriðja sinn í umspilinu um sæti í Olís-deildinni á næstu leiktíð.

KA er komið í 2-0 í úrslitaeinvíginu gegn HK um sæti í Olís-deildinni eftir 25-20 sigur í Digranesinu í kvöld. Staðan í hálfleik var 11-10, KA í vil.

Markaskor dreifðist vel hjá HK en Andri Snær Stefánsson, Dagur Gautason og Sigþór Gunnar Jónsson skoruðu fjögur mörk hvor og voru markahæstir.

Elías Björgvin Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir HK og var markahæstur en næstur komu Kristján Ottó Hjálmsson, Ingi Rafn Róbertsson og Pálmi Fannar Sigurðsson með þrjú hver.

Liðin mætast á fimmtudaginn en þá getur KA tryggt sér sæti í Olís-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×