Lífið

„Ef þið hlæið ekki að fatlaða gaurnum, þá farið þið til helvítis“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikill meistari hér á ferð.
Mikill meistari hér á ferð.
Maðurinn sem kallar sig Lost Voice Guy eða raddlausi gaurinn er að slá í gegn í raunveruleikaþættinum Britains Got Talent.

Hann hefur verið raddlaus frá fæðingu eða í 37 ár en er mjög góður uppistandari og notar hann tæknina til að koma fram með grínefni sitt.

Áheyrnarprufa hans hitti beint í mark hjá dómurunum á dögunum og gerði hann óspart grín að fötluðum í uppistandi sínu sem sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×