Golf

Slæmur lokadagur hjá Valdísi í Suður-Afríku

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. LET/Tristan Jones
Valdís Þóra Jónsdóttir var í toppbaráttu á Investec golfmótsins sem fram fer í Suður-Afríku fyrir lokahringinn sem var spilaður í dag.

Skagamærin átti ekki góðan dag í dag en hún féll úr 4. sætinu og niður í það 21. - 26. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð Evrópu.

Hún byrjaði daginn á tveimur skollum á 2. og 3. holu. Hún vann sig til baka með fugli á 5. holu en tapaði aftur höggi á þeirri níundu með öðrum skolla.

Tveir skollar til viðbótar á seinni níu holunum skiluðu Valdísi í hús á fjórum höggum yfir pari og því samtals á þremur höggum yfir pari í mótinu.

Heimakonan Ashleigh Buhai fór með sigur í mótinu en hún spilaði hringina þrjá frábærlega, fór fyrsta hringinn á þremur höggum undir pari, var einu höggi undir pari á öðrum hring og kláraði leik í dag á fimm höggum undir pari og var því samtals á níu höggum undir pari. Hún fór lokahringinn í dag án þess að fá einn einasta skolla í brautinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×