Innlent

Sveinn Gestur gekk laus fyrir mistök

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason í héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins.
Sveinn Gestur Tryggvason í héraðsdómi Reykjavíkur við þingfestingu málsins. Vísir
Sveinn Gestur Tryggvason, sem dæmdur var í sex ára fangelsi fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar í Mosfellsdal á síðasta ári, var óvænt sleppt úr haldi í gær. 

Morgunblaðið segir að atvikið megi rekja til þess að Sveinn áfrýjaði dómi sínum til Landsréttar og situr hann í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í hinu nýja dómstigi. Varðhaldið yfir honum rann hins vegar út klukkan 16 í gær og að „svo virðist sem það hafi farist fyrir að fara fram á áfram­haldandi varðhald í tæka tíð,“ eins og það er orðað.

Sjá einnig: Verjandi Sveins Gests: Þessu verður áfrýjað

Því hafi Sveinn gengið út úr fangelsinu á Hólmsheiði seinni partinn í gær en ekki komist langt. Hann hafi einfaldlega gengið beint inn í hóp lögreglumanna sem stóðu á bílastæðinu. Þeir handtóku Svein og fluttu hann beint í héraðsdóm þar sem gæsluvarðhaldið yfir honum var framlengt.

Sveinn Gestur hefur ætíð neitað því að hafa ráðist á Arnar að fyrra bragði. Vitni lýsa þó harkalegri atlögu Sveins að Arnari og þótti Héraðsdómi Reykjavíkur sannað að Sveinn Gestur settist klofvega ofan á Arnar sem lá á maganum á jörðinni og hélt báum höndum hans fyrir aftan bak. Það þykir jafnframt sannað að hann tók Arnar hálstaki og sló hann ítrekað í andlit og höfuð með krepptum hnefa á meðan hann hélt honum niðri.

Sveinn Gestur var sem fyrr segir dæmdur í sex ára fangelsi og auki gert að greiða alls um 12,9 milljónir króna í sakarskostnað, málsvarnarlaun, réttargæslu og útfararkostnað.


Tengdar fréttir

Átökin á Æsustöðum stóðu yfir í minnst sjö mínútur

Breyttur framburður Sveins Gests Tryggvasonar, sem dæmdur var í dag til sex ára fangelsisvistar fyrir líkamsárás sem leiddi til dauða Arnars Jónssonar Aspar, var mjög ótrúverðugur að mati Héraðsdóms Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×