Körfubolti

Körfuboltakvöld spáir í einvígi ÍR og Stjörnunnar: „Þetta verður geggjuð sería“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson.
ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson. Vísir/Anton
ÍR og Stjarnan spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru vel yfir komandi viðureign liðanna.

„Þetta verður spennandi sería,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um leið og hann hóf umfjöllun um einvígið en liðin unnu bæði á útivelli í innbyrðisleikjum sínum í vetur þar af burstuðu Stjörnumenn ÍR-inga upp í Seljaskóla.

Kjartan Atli sagði frá því að hann hafi spurt marga leikmenn úr Domino´s deildinni hvaða lið þeir vildu helst fá úr efstu fjórum. „Þeir vildu ekki Hauka, vildu ekki frá KR og menn vildu ekki fá Tindastól. ÍR var fjórði kosturinn,“ sagði Kjartan Atli  og bætti við: „Svo þegar ég spurði um neðri hlutann þá vildu menn ekki fá Njarðvík, ekki Grindavík og eiginlega ekki Keflavík. Þetta eru því líklegt tvö lið sem vildu fá hvort annað,“ sagði Kjartan Atli.

„Ég held að þessi sería sé alltaf að fara í fimm leiki,“ sagði Teitur Örlygson. „Þarna erum við sammála og þetta er serían sem leggst best í mig. Ég hlakka til að sjá þessa seríu,“ svaraði Kristinn Friðriksson.

„Það eru nokkrar ástæður. Það er sagan frá því í fyrra, þessi sópun í fyrra. Svo eru þetta tvö af bestu varnarliðum deildarinnar og tvö af verstu sóknarliðunum þannig séð af þessum topp átta. ,“ svaraði Kristinn F

Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla Kjartansson, Teit Örlygsson og Kristinn Friðriksson fara yfir einvígið og leikmannaglímurnar inn á vellinum.

Þeir Teitur og Kristinn spá síðan hvernig einvígið fer í lokin en þeir spá báðir að þetta fari í oddaleik en eru ekki sammála um sigurvegara þar. „Þetta verður geggjuð sería,“ sagði Kristinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×