Körfubolti

Körfuboltakvöld spáir í einvígi Hauka og Keflavíkur: „Þetta er bara bannað og þú talar ekki um þetta“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt flott tímabil
Kári Jónsson, leikmaður Hauka, hefur átt flott tímabil vísir/anton
Deildarmeistarar Hauka og Keflavík spila í kvöld fyrsta leikinn sinn í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fóru vel yfir komandi viðureign liðanna.

Leikur eitt hjá Haukum og Keflavík fer fram á Ásvöllum í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var ekki sá eini sem setti pressu á deildarmeistara Hauka fyrir viðureign Hauka og Keflavíkur.

„Mér fannst Ívar líka setja sæmilega pressu á sitt lið. Hann er að tala um að vinna þetta,“ sagði Teitur Örlygsson. „Hoppa eiginlega tvær umferðir fram í tímann,“ skaut Kjartan Atli Kjartansson inn í.

„Maður segir þetta kannski bara fyrir oddaleik í lokaúrslitum. Þetta er bara bannað og þú talar ekki um þetta,“ bætti Teitur við.

„Þessi lokapilla hjá Herði er alveg rétt. Haukarnir eiga að vinna 3-0 og þeir eiga ekkert að leyfa að Keflavík að komast upp með neitt. Eins Ívar sagði þá eru styrkleikar þeirra svo margir og þá sérstaklega gegn Keflavík,“ sagði Kristinn Friðriksson.

Hér fyrir neðan má sjá Kjartan Atla Kjartansson, Teit Örlygsson og Kristinn Friðriksson fara yfir einvígið og leikmannaglímurnar inn á vellinum.

Þeir Teitur og Krisinn spá síðan hvernig einvígið fer í lokin og þar eru þeir ekki sammála um lokastöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×