Lífið

Íslenskt barn verður boltaberinn á leik Íslands og Argentínu á HM

Birgir Olgeirsson skrifar
Íslensku landsliðsstrákarnir á góðri stundu.
Íslensku landsliðsstrákarnir á góðri stundu. Vísir/Getty
Íslenskt barn mun hljóta þann heiður að verða fyrsti boltaberi í sögu Íslands á HM. Barnið mun afhenda strákunum okkar og Messi keppnisboltann í landsleik Íslands og Argentínu í Rússlandi sem fram fer í Moskvu laugardaginn 16. júní næstkomandi. 

Þetta kemu fram í tilkynningu frá Bílaumboðinu Öskju, umboðsaðila Kia á Íslandi, sem mun sjá um valið en Kia Motors einn aðal styrktaraðili FIFA.

Askja hvetur börn fædd árin 2004 til 2007 og forráðamenn þeirra til að gera stutt og einfalt myndband sem sýnir ástríðu barnsins fyrir fótbolta og senda myndbandið til leiks í gegnum vefsíðu. Dómnefnd mun velja 30 áhugaverðustu myndböndin úr innsendingunum, 15 frá stelpum og 15 frá strákum, sem munu keppa í undanúrslitum á Facebook. 10 efstu munu síðan keppa í úrslitakeppni í lok apríl. 

Vinningshafinn mun vinna ferð með forráðamanni til Rússlands á þennan sögulega stórleik þar sem barnið verður fyrsti boltaberi í sögu Íslands á HM.

Hér er um einstakt tækifæri að ræða en aðeins einn boltaberi verður á hverjum leikjanna 64 sem fram fara á HM.

Nánari útlistun á leiknum er að finna á boltaberi.kia.is og þar verður tekið við innsendingum frá og með næstkomandi mánudegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×