Erlent

Verkfræðingur varaði við sprungum

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Tveimur dögum áður en brúin hrundi hafði verkfræðingur varað við sprungum í verkinu.
Tveimur dögum áður en brúin hrundi hafði verkfræðingur varað við sprungum í verkinu. Vísir/afp
Tveimur dögum áður en göngubrú í Flórída í Bandaríkjunum gaf sig og féll hafði verkfræðingur sem vann að brúnni varað samgönguyfirvöld við því að sjáanlegar sprungur væru í brúnni. Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Denney Pate, aðalverkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu FIGG, skildi eftir talskilaboð þar sem hann varaði við sprungum í verkinu. Hann bætti auk þess við að hann teldi ekki að þær væru áhyggjuefni er varðaði öryggissjónarmið.

Göngubrúin, sem liggur á milli háskólabyggingar Alþjóðaháskólans í Flórída og heimavistar nemenda, féll fyrir tveimur dögum með þeim afleiðingum að sex létu lífið. Brúin liggur yfir umferðarþunga götu en fimm bílar festust undir rústum brúarinnar.

Brúin var nýreist og var gert ráð fyrir að hún yrði tilbúin til notkunar árið 2019.


Tengdar fréttir

Enn ekki ljóst hversu margir létust

Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×