Fótbolti

Rúrik skoraði í tapi Sandhausen

Einar Sigurvinsson skrifar
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen.
Rúrik Gíslason í leik með Sandhausen. vísir/getty
Rúrik Gíslason var á skotskónum fyrir Sandhausen þegar lið tapaði fyrir Bochum í þýsku 1. deildinni í dag. Leiknum leik með 3-2 sigri Bochum en leikurinn fór fram í Sandhausen.

Saundhausen komst snemma yfir í leiknum þegar Manuel Stiefler kom heimamönnum yfir. Skömmu síðar var Rúrik Gíslason á ferðinni og kom Sandhausen í 2-0.

Lukas Hinterseer varð síðan hetja Bochum en hann skoraði næstu þrjú mörk leiksins. Forysta Sandhausen dugði því skammt og lokatölur, 3-2 fyrir Bochum.

Sandhausen situr í 8. sæti þýsku 1. deildarinnar með 36 stig en Bochum í því 12. með 34 stig. Þetta var annað mark Rúriks í sínum níunda leik fyrir Sandhausen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×