Körfubolti

Martin og Haukur í tapliðum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í baráttunni fyrr í vetur.
Martin í baráttunni fyrr í vetur. vísir/getty
Martin Hermannsson skoraði þrettán stig fyrir Châlons-Reims þegar liðið tapaði með fjórtán stiga mun, 91-77, gegn Chalon/Saône í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Chalon/Saône leiddi nánast frá fyrstu mínútu en liðið var sautján stigum yfir í hálfleik, 49-32. Martin og félagar náðu ekki að saxa nægilega á forskotið í síðari hálfleik og því fór sem fór.

Martin skoraði þrettán stig en auk þess gaf hann fjórar stoðsendingar og tók tvö fráköst. Hann spilaði í 34 mínútur en Châlons-Reims er í fjórtánda sætinu.

Haukur Helgi Pálsson skoraði þrjú stig á þeim sextán mínútum sem hann spilaði fyrir Cholet í 67-60 tapi gegn Limoges á útivelli í sömu deild. Haukur og félagar eru í þrettánda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×