Fótbolti

Rosengård í úrslit sænska bikarsins eftir dramatískar lokamínútur

Einar Sigurvinsson skrifar
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir.
Íslenska landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir. Getty
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengård sem sló út Djurgården í undanúrslitum sænska bikarsins í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Rosengård. Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru báðar í byrjunarliði Djurgården.

Á 59. mínútu kom Anja Mittag Rosengård yfir með marki úr vítaspyrnu. Guðbjörg fór í rétt horn í markinu en náði ekki að verja.

Það leit út fyrir að Jenna Hellstrom hefði náð að tryggja Djurgården framlenginu þegar hún jafnaði leikinn á 92. mínútu.

Tveimur mínútum síðar reyndist þó skoska landsliðskonan Fiona Brown hetja Rosengård þegar hún skoraði eftir sendingu frá Önju Mittag.

Lokatölur því 2-1 fyrir Rosengård sem mætir Linköping í úrslitum sænska bikarsins þann 13. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×