Handbolti

Bjarni: Væri til í að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn

Skúli Arnarson skrifar
Bjarni var léttur í leikslok.
Bjarni var léttur í leikslok. vísir/anton
„Ég er ánægður með að hafa sigrað og að við séum búnir að tryggja okkur áttunda sætið," sagði Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppninni eftir sigur gegn Fram á heimavelli í kvöld.

„Mér fannst við góðir í dag, sérstaklega fannst mér fyrri hálfleikurinn mjög vel spilaður varnarlega og mér fannst við fínir sóknarlega þrátt fyrir að hafa ekki verið að nýta færin okkar neitt sérstaklega vel í dag, en Viktor varði frekar mikið af dauðafærum í dag.“

„Ég var ánægður að Fram skyldi hafa gefið okkur leik hérna í lokin því að þá fáum við meira út úr þessu og fengum að sigra spennuleik.“

ÍR urðu fyrir áfalli í leiknum þegar Jón Kristinn Björgvinsson meiddist illa.

„Við misstum Jón Kristinn í það sem virðist vera krossbandsslit og það fyrsta sem maður er að hugsa er að maður er bara hrikalega svekktur fyrir hans hönd. Jón er búinn að koma mjög vel inn í liðið okkar og það er bara sorg í hjarta yfir því. Að öðru leyti er frábært að fá Begga inn í dag, sem komst í gegnum leikinn vel.“

Spurður að því hvort hann ætti sér einhverja óskamótherja í átta liða úrslitum sagði Bjarni að hann væri til í að fá Eyjamenn.

„Ég væri mjög mikið til í að fá ÍBV svo ég geti fengið að fara aftur í Herjólf frá Þorlákshöfn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×