Innlent

Engar nýjar upplýsingar í máli Hauks

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Haukur Hilmarsson
Haukur Hilmarsson Mynd/Eva Hauksdóttir

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir í máli Hauks Hilmarssonar að sögn upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins. Talið er að Haukur hafi fallið í stríðsátökum í Sýrlandi í síðasta mánuði.



„Það liggja því miður engar nýjar upplýsingar fyrir. Utanríkisráðuneytið heldur eftir sem áður áfram að vinna í þessu máli af fullum þunga og mikil áhersla er lögð á samvinnu við ástvini Hauks og halda þeim upplýstum um gang mála,“ segir í skriflegu svari Sveins H. Guðmarssonar, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn Vísis.



Talið er að Haukur hafi látið lífið þegar tyrkneski herinn gerði sprengjuárás á sjálfstjórnarsvæði Kúrda. Erfiðlega hefur gengið að fá upplýsingar um málið og hvar lík hans er að finna.



Aðstandendur Hauks funduðu með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þann 13. mars síðastliðinn og hefur Guðlaugur Þór rætt við utanríkisráðherra Tyrklands vegna málsins.


Tengdar fréttir

Leiðin til Afrin

Vinir og samferðamenn Hauks Hilmarssonar minnast vinar síns og segja frá hversdeginum í stríðinu lífinu með Kúrdum í Rojava og hugsjónum sínum.

„Hver dagur, hver klukkustund er dýrmæt“

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa látist í loftárás í Sýrlandi í febrúar, segir ekki hægt að staðfesta lát sonar síns og að samkvæmt lögum eigi íslenska ríkið að leita hans.

Ræddi við utanríkisráðherra Tyrklands vegna Hauks Hilmarssonar

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi í dag við tyrkneska starfsbróður sinn til að fá upplýsingar um afdrif Hauks Hilmarssonar sem féll í Sýrlandi í síðasta mánuði. Guðlaugur fundaði í dag með aðstandendum Hauks.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×