Viðskipti erlent

Bezos fyrstur til að rjúfa 100 milljarða múrinn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal.
Jeff Bezos kann ekki aura sinna tal. Vísir/Getty
Jeff Bezos, forstjóri Amazon, er langefstur á lista Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims. Hann er fyrsti maðurinn í sögu listans sem metinn er á meira en 100 milljarða dollara.

Alls eru eigur Bezos metnar á 112 milljarða dollara, um ellefu þúsund milljarða íslenskra króna. Bezos stofnaði Amazon árið 1994 en fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega að undanförnu en á síðasta lista voru auðæfi Bezos metin á 73 milljarða dollara.

Bill Gates, stofnandi Microsoft, sem verið hefur tíður gestur efsta hluta lista Forbes situr í öðru sæti en auðæfi hans eru metin á 90 milljarða dollara.

Árlegur listi Forbes yfir ríkustu einstaklinga heims var birtur í gær en þar kom meðal annars fram að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hafi farið niður um 222 sæti á listanum.

Lista Forbes má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Færist ofar á lista Forbes og er nú metinn á 185 milljarða

Björgólfur Thor Björgólfsson, fjárfestir, tók stökk á milli ára á lista Forbes yfir milljarðamæringa og eru eignir hans nú metnar á 1,8 milljarð Bandaríkjadala, eða rúmlega 185 milljarða króna. Situr hann í 1.161 sæti og er eini Íslendingurinn þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×