Fótbolti

Ætlum að binda Sanchez og vonandi spilar Pogba ekki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Montella er léttur, ljúfur og kátur.
Montella er léttur, ljúfur og kátur. vísir/getty
Það er óhætt að segja að Vincenzo Montella, þjálfari Sevilla, beri mikla virðingu fyrir andstæðingi sínum í Meistaradeildinni í kvöld, Man. Utd.

Þetta verður fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum keppninnar og leikið er á Spáni.

„Pogba er leikmaður sem er með allan pakkann. Ég vona að hann spili ekki,“ sagði Montella en hann hefur einnig áhyggjur af Alexis Sanchez.

„Ég man vel eftir honum síðan hann spilaði á Ítalíu. Hann hefur bætt sig mikið síðan þá. Það er mikill hraði í sókninni hjá United. Kannski getum við bara bundið Sanchez með reipi,“ sagði ítalski þjálfarinn léttur.

United er í 16-liða úrslitum í fyrsta sinn síðan 2014 en Sevilla hefur aldrei komist lengra í keppninni.

Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport i kvöld klukkan 19.45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×