Sport

Valdís og Ólafía mætast öðru sinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir/Getty
Í annað skipti á skömmum tíma mætast þær Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir á sterku golfmóti í Ástralíu. Þær hefja leik á Ladies Classic-mótinu í Bonville í Ástralíu í nótt en það er hluti af Evrópumótaröðinni.

Báðar eru með fullan þátttökurétt á mótaröðinni en þær kepptu báðar á LPGA-móti í Ástralíu fyrr í þessum mánuði. Þá komst Valdís Þóra inn í gegnum forkeppni.

Valdís Þóra komst í gegnum niðurskurðinn á því móti og hafnaði í 57. sæti og fékk fyrir það 350 þúsund krónur. Ólafía Þórunn komst hins vegar ekki í gegnum niðurskurðinn.

Valdís Þóra hefur leik klukkan 03.10 að íslenskum tíma í nótt og byrjar á níunda teig. Ólafía fer af stað skömmu síðar, klukkan 03.30, og slær þá af fyrsta teig.

Bein útsending verður frá síðustu tveimur keppnisdögunum á Golfstöðinni. Útsending stendur yfir frá klukkan 02.00 til 06.00 bæði aðfaranótt laugardags og sunnudags.


Tengdar fréttir

Valdís endaði í 57. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur, náði sér ekki nægilega vel á strik á lokadegi á móti í Ástralíu. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum Ólympíufara




Fleiri fréttir

Sjá meira


×