Körfubolti

Viðar í bann fyrir olnbogaskotið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viðar á hliðarlínunni að messa yfir sínum mönnum, eins og honum einum er lagið.
Viðar á hliðarlínunni að messa yfir sínum mönnum, eins og honum einum er lagið. vísir/anton
Viðar Örn Hafsteinsson, spilandi þjálfari Hattar, mun ekki stýra liðinu í næsta leik gegn Þór úr Þorlákshöfn í Dominos-deild karla því hann hefur verið dæmdur í eins leiks bann.

Bannið fær Viðar Örn fyrir að hafa verið rekinn úr húsi í lygilegum sigri Hattar á Keflavík á útivelli fyrir rúmri viku síðan, en Hörður lenti í útistöðvum við Hörð Axel, leikmann Keflavíkur.

Aganefnd KKÍ fundaði svo á dögunum um þetta mál og fleiri, en niðurstaða nefndarinnar er að Viðar Örn fari í eins leiks bann. Þrátt fyrir að hann hafi fengið refsinguna sem leikmaður má hann ekki stýra liðinu af bekknum.

Viðar verður því bara á pöllunum 2. mars þegar fallnir Hattarmenn fara í Þorlákshöfn, en Dominos-deildin er nú í landsleikjafríi vegna leikja Íslands gegn Finnum og Tékkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×