Fótbolti

AC Milan mætir Arsenal í Evrópudeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan þegar Arsenal mætti síðast ítalska félaginu. Hér hefur hann betur í baráttunni við Lauren Koscielny sem spilar ennþá með Arsenal.
Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan þegar Arsenal mætti síðast ítalska félaginu. Hér hefur hann betur í baráttunni við Lauren Koscielny sem spilar ennþá með Arsenal. Vísir/Getty
Arsenal hafði ekki heppnina með sér þegar dregið var í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Lærisveinar Arsene Wenger eru á leiðinni til Ítalíu.

Arsenal vann sænska liðið Östersund 4-2 samanlagt en AC Milan fór áfram eftir 4-0 sigur á búlgarska liðinu Ludogorets Razgrad í tveimur leikjum.





Síðast þegar Arsenal mætti AC Milan þá var það í Meistaradeildinni árið 2012 þar sem Arsenal vann seinni leikinn 3-0 og var nærri því búið að vinna upp 4-0 tap frá því í fyrri leiknum á Ítalíu.

Fyrri leikurinn fer fram á Ítalíu 8. mars en sá seinni á Emirates leikvanginum viku síðar.

Franska liðið Lyon lenti á móti CSKA Moskvu frá Rússlandi en franska liðið á möguleika á því að spila úrslitaleikinn á heimabelli.





 

Þessi lið mætast í 16 liða úrslitunum:

Lazio (Ítalía) v Dynamo Kyiv (Úkraína)

Leipzig (Þýskaland) v Zenit (Rússland)

Atlético Madrid (Spánn) - Lokomotiv Moskva (Rússland)

CSKA Moskva (Rússland) - Lyon (Frakkland)

Marseille (Frakkland) - Athletic Club (Spánn)

Sporting CP (Portúgal) - Plzeň (Tékkland)

Dortmund (Þýskaland) - Salzburg (Austurríki)

AC Milan (Ítalía) - Arsenal (England)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×