Fótbolti

Neymar fær ekki hjálp frá FIFA

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar
Neymar er dýrasti leikmaður sögunnar Vísir/Gety
Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA ætlar ekki að styðja Neymar í baráttu sinni við Barcelona í deilum um ógreiddar bónusgreiðslur.

Brasilíski framherjinn lagði inn kvörtun til FIFA eftir að spænska félagið neitaði að greiða út 26 milljónir evra í tryggðarbónus (e. loyalty bonus) þegar Neymar fór til franska félagsins PSG síðasta sumar.

Þá hefur Barcelona hafið lögsókn á hendur Neymar þar sem félagið fer fram á endurgreiðslu á þeim 8 milljónum puunda sem leikmaðurinn fékk við endurnýjun á samningi hans við spænska félagið árið 2016.

Í tilkynningu frá FIFA segist sambandið ekki vilja blanda sér í málið þar sem það sé í umsjón dómstóla.


Tengdar fréttir

Neymar vill Barcelona úr Meistaradeildinni

Brasilíska stórstjarnan Neymar vill að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, dæmi Barcelona úr keppni í Meistaradeild Evrópu vegna peningadeilna milli hans og félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×