Sport

Fyrrum NFL leikmaður í haldi eftir grunsamlega Instagram mynd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jonathan Martin.
Jonathan Martin.
Fyrrum NFL leikmaðurinn Jonathan Martin var færður í gæsluvarðhald í Bandaríkjunum vegna myndar sem hann setti á Instagram aðgang sinn og olli því að skóla var lokað í Kaliforníufylki.

Fréttamenn á Los Angeles Times greina frá því að Harvard-Westlake skólanum hafi verið lokað í gærmorgun af öryggisástæðum eftir að myndin birtist á samfélagsmiðlum. Myndin var á opinberum aðgangi Martin á Instagram, en ekki hefur verið sannað að hann hafi sett hana þangað inn sjálfur.

Nick Brown náði að vista myndina og setja hana sjálfur á Twitter, en Instagram aðgangur Martin er lokaður. Á myndinni má sjá skotvopn ásamt textanum „Þegar þú ert fórnarlamb eineltis þá eru möguleikarnir tveir; sjálfsvíg eða hefnd,“ og myllumerkinu #HarvardWestlake.

Þá merkti Martin þá Richie Incognito og Mike Pouncey á myndina, en þeir eiga að hafa lagt Martin í einelti þegar þeir spiluðu saman hjá Miami Dolphins.



 

NFL

Tengdar fréttir

Tæklari snéri niður ræningja

Jonathan Martin er tæklari í NFL-deildinni og lætur sig ekki muna um að tækla menn utan vallar líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×