Enski boltinn

Jón Daði skoraði jöfnunarmark Reading

Dagur Lárusson skrifar
Jón Daði skoraði jöfnunarmarkið.
Jón Daði skoraði jöfnunarmarkið. vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði jöfnunarmark Reading í 3-3 jafntefli gegn Derby County í dag á meðan Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekk Aston Villa gegn Sheffield Wednesday.

Það var Kasey Palmer sem kom Derby á bragðið strax á 6. mínútu leiksin með marki en stuttu seinna var Liam Kelly búinn að jafna fyrir Reading.

Eftir jöfnunarmarkið sótti Reading mikið og náði forystunni á 32. mínútu með marki frá Modou Barrow. Allt stefndi í það að Reading færi með forystuna í leikhlé en þá steig Richard Keogh fram og jafnaði fyrir Derby og staðan því 2-2 í hlé.

Þegar nýflautað var til seinni hálfleiksins þá átti Derby góða sókn sem endaði með því að Tom Lawrence kom Derby yfir á nýjan leik.

Liðsmenn Reading neituðu að gefast upp og sóttu stíft síðastu mínúturnar og var það Jón Daði Böðvarsson sem skoraði jöfnunarmark Reading á 80. mínútu leiksins.

Alls voru níu leikir að klárast en hér fyrir neðan sjást úrslitin úr þeim leikjum.

Birmingham 0-2 Barnsley

Burton Albion 0-1 Milwall

Leeds United 1-0 Brentford

Norwich City 0-0 Bolton

Preston 0-1 Ipswich

QPR 2-5 Nottingham Forest

Reading 3-3 Derby County

Sheffield Wednesday 2-4 Aston Villa

Sunderland 2-3 Middlesbrough


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×