Golf

Justin Thomas vann eftir umspil en Tiger varð tólfti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var komið myrkur þegar Justin Thomas tók við bikarnum.
Það var komið myrkur þegar Justin Thomas tók við bikarnum. Vísir/Getty
Bandaríkjamaðurinn Justin Thomas tryggði sér sigur á Honda Classic mótinu á PGA mótaröðinni í golfi í nótt.

Tiger Woods varð í tólfa sæti á sínu þriðja móti eftir að hann kom til baka eftir bakaðgerð. Woods var átta höggum á eftir efsta manni en um tíma var hann aðeins þremur höggum á eftir efsta manni á lokahringnum.





Justin Thomas vann mótið eftir umspil á móti landa sínum Luke List. Þetta var áttunda PGA-mótið sem Justin Thomas vinnur á ferlinum en hann hefur unnið bæði umspilin sem hann hefur lent í.

Thomas hefur verið að spila mjög vel á undanförnu en þetta var annar sigur hans á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá lokstöðu hans í síðustu níu PGA-mótinum.





Thomas tryggði sér umspilið með því að ná fugli átjándu holunni og fékk síðan annn fugl á fyrstu holu umspilsins sem skilaði honum sigri.

Justin Thomas var líka ánægður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir mótið eins og sjá má hér fyrir neðan. Þökk sé umspilinu var komið myrkur þegar hann gerði upp mótið.





Mamma og pabbi voru mætt til að sjá strákinn sinn vinna en hér fyrir neðan má sjá stutt myndband með þeim sem og þegar faðir hans óskaði honum til hamingju með sigurinn.





 



Hér fyrir neðan má sjá lokastöðu efstu kylfinga á mótinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×