Enski boltinn

Upphitun: Svanasöngur Conte?

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Chelsea tekur á móti West Bromwich Albion (WBA) í síðasta leik 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Er um gríðarlega mikilvægan leik fyrir bæði lið að ræða.

Chelsea, sem er í 5. sæti með 50 stig, má ekki við því að tapa fleiri stigum í baráttunni um meistaradeildinni. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Antonio Conte, stjóra Chelsea, og er talið að tap gegn WBA gæti leitt til brottrekstrar hans.

Þá þarf WBA, sem vermir botnsætið með aðeins 20 stig, lífsnauðsynlega að fá eitthvað úr leiknum ætli liðið sér að halda áfram í deild þeirra bestu.

Meiðslalisti beggja liða er langur en hjá Chelsea eru spánverjarnir Alvaro Morato og Pedro Rodriguez ennþá frá vegna meiðsla, auk Ross Barkley, sem kom til Chelsea frá Everton í janúarglugganum.

WBA verða án síns besta varnarmanns, Johnny Evans, auk þeirra Nacer Chadli, James Morrison, Jake Livermore, Hal Robson-Kanu og Gregorz Krychowiak.

Stutta upphitun fyrir þennan leik, sem er í beinni útsendingu kl 19:50 á Stöð 2 Sport, má sjá í spilaranum að ofan




Fleiri fréttir

Sjá meira


×