Körfubolti

Fannar skammar: Strokleður á „sleevið“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Alltaf þegar Fannar Ólafsson sest í sérfræðingastólinn í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport fær hann að skamma leikmenn Domino's-deildar karla.

Engin undantekning var á því á föstudagskvöld og fengu nokkrir að kenna á því frá Fannari.

Logi Gunnarsson klikkaði á opnu sniðskoti, Dagur Kár Jónsson reyndi misheppnaða sendingu aftur fyrir bak og Pétur Rúnar Birgisson missti boltann út af.

Þá fékk Kristján Leifur Sverrisson, leikmaður toppliðs Hauka, væna pillu eins og heyra má í innslaginu hér efst í fréttinni.

Þá voru veitt verðlaun fyrir „bestu“ Fannar skammar tilþrifin í janúarmánuði. Þau fékk enginn annar en Jón Arnór Stefánsson en það var sonur Fannars sem afhenti honum verðlaunin að þessu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.