Körfubolti

Körfuboltakvöld: Úrelt sókn Grindavíkur?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Grindavík náði sér engan veginn á strik gegn KR í Domino's-deild karla á föstudag. Sóknarleikur liðsins var til skoðunar í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudag og þá sérstaklega svokölluð þríhyrningssókn sem liðið notaði í leiknum.

„Það eru nánast allir hættir að spila þríhyrningssóknina. Finnska landsliðið notar hana að einhverju leyti en nánast allir í NBA-deildinni eru hættir að nota hana,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

Þríhyrningurinn var mikið notaður hjá liðum Phil Jackson í NBA-deildinni. „Þetta er nineties körfubolti,“ sagði Kjartan Atli enn fremur.

Teitur Örlygsson bendir einnig á að Jón Arnór Stefánsson spili frábæran varnarleik gegn þessum sóknarleik Grindavíkur og staðsetji sig sérstaklega vel.

„Ungir körfuboltamenn geta lært mikið af því a horfa á leikmenn eins og Jón Arnór í þessu dæmi,“ sagði Teitur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.