Körfubolti

Körfuboltakvöld: Úrelt sókn Grindavíkur?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Grindavík náði sér engan veginn á strik gegn KR í Domino's-deild karla á föstudag. Sóknarleikur liðsins var til skoðunar í Domino's Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport á föstudag og þá sérstaklega svokölluð þríhyrningssókn sem liðið notaði í leiknum.

„Það eru nánast allir hættir að spila þríhyrningssóknina. Finnska landsliðið notar hana að einhverju leyti en nánast allir í NBA-deildinni eru hættir að nota hana,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson.

Þríhyrningurinn var mikið notaður hjá liðum Phil Jackson í NBA-deildinni. „Þetta er nineties körfubolti,“ sagði Kjartan Atli enn fremur.

Teitur Örlygsson bendir einnig á að Jón Arnór Stefánsson spili frábæran varnarleik gegn þessum sóknarleik Grindavíkur og staðsetji sig sérstaklega vel.

„Ungir körfuboltamenn geta lært mikið af því a horfa á leikmenn eins og Jón Arnór í þessu dæmi,“ sagði Teitur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×