Körfubolti

Jóhann Þór: Út fyrir velsæmismörk þegar dómari er kominn í „trash talk" við leikmenn

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var gríðarlega svekktur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik.
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var gríðarlega svekktur þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. Vísir/Ernir

Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var gríðarlega svekktur eftir naumt tap gegn Njarðvík í Dominos-deildinni í kvöld, í leik sem hans menn leiddu nær allan tímann.

„Þetta var einn af þessum leikjum þar sem þetta snýst um eina sókn til eða frá og það datt ekki okkar megin. Við vorum svolitllir klaufar í sókninni en við lögðum mikið í leikinn og þar af leiðandi er þetta mjög svekkjandi,“ sagði Jóhann í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld.

Strax eftir leikinn átti Jóhann Þór í hrókasamræðum við dómara leiksins og virtist ekki sáttur með þá Kristin Óskarsson, Rögnvald Hreiðarsson og Jóhann Guðmundsson.

„Þetta var ekkert sem ræður úrslitum en þegar dómarar, eða einn af þremur, er farinn að vera með stæla og svokallað „trash talk“ við leikmenn þá er það komið út fyrir öll velsæmismörk og á ekki að sjást. Það er eitthvað sem ég ræð ekki við og er orð á móti orði,“ sagði Jóhann og hélt áfram.

„Svo voru einhverjir dómarar í lokin sem ég var ósáttur við en við vorum kannski ekki nógu sterkir sjálfir. Fyrst og fremst er ég mjög svekktur, við leiddum allan tímann en vorum aldrei með þetta. Þetta er hundfúlt.“

Njarðvík fer með sigrinum fjórum stigum fram úr Grindvíkingum og eru þar að auki með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna eftir tvo sigra í vetur.

„Ég veit ekkert hvernig taflan lítur út. Við eigum leik á fimmtudag og það er bara áfram gakk. Við þurfum að halda áfram að laga okkar leik, við bættum okkur frá því síðast og það er jákvætt. Maður er bara fúll,“ sagði Jóhann að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.