Menning

Langaði bara að syngja

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Íris Björk býst við að fara til Þýskalands eftir söngnámið hér á landi því þar er óperuheimurinn.
Íris Björk býst við að fara til Þýskalands eftir söngnámið hér á landi því þar er óperuheimurinn. Visir/anton
Innst inni var alltaf draumur minn að verða söngkona og ég fór loks að mennta mig í því fyrir fjórum árum. Byrjaði aðeins í verkfræðinámi en áttaði mig fljótt á að mig langaði bara að syngja,“ segir Íris Björk Gunnarsdóttir sem nýlega var valin rödd ársins í söngkeppninni Vox Domini sem nemendur á klassíska sviðinu taka þátt í.

Íris Björk er í Listaháskólanum á fyrsta ári en hóf söngnámið í Söngskóla Sigurðar Demetz hjá Valgerði Guðnadóttur, var eitt ár hjá Diddú og aðalkennarar hennar í Listaháskólanum eru Þóra Einarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Kristinn Sigmundsson, auk þess sem Ólöf Kolbrún Harðardóttir kemur aðeins að kennslunni, svo óhætt er að segja að hún hafi alla tíð verið í góðum höndum. Hún rifjar upp fyrsta skiptið sem hún kom fram opinberlega.

„Ég átti heima úti í Svíþjóð þar til ég var fjórtán ára og byrjaði að spila þar á blokkflautu fimm ára. Held ég hafi spilað fyrst í doktorsveislunni hjá mömmu, þá spilaði ég Vorið eftir Vivaldi á flautuna.

Næsta verkefni Írisar Bjarkar er í Óperudraugnum sem verður frumsýndur um næstu helgi, þar kveðst hún vera í smáhlutverki og í kórnum. „Svo syng ég í Langholtskirkjukórnum og Graduale Nobili og syng stundum einsöng í kirkjunni. Ég vakna syngjandi og sofna syngjandi.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×