Erlent

Þolinmæði Þjóðarráðsins á þrotum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Jacob Zuma erforseti Suður-Afríku, að minnsta kosti sem stendur.
Jacob Zuma erforseti Suður-Afríku, að minnsta kosti sem stendur. Vísir/afp

Leiðtogar Þjóðarráðsins, suður-afríska stjórnarflokksins, munu krefjast þess að forseti landsins, hinn aldraði Jacob Zuma, víki úr embætti. Hann hefur þrálátlega neitað að hætta störfum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir samflokksmanna á síðustu vikum og mánuðum.

Framámenn í flokknum hafa fundað sleitulaust síðustu daga og eru hinar nýjustu vendingar í málinu afrakstur maraþonfundar sem stóð yfir í alla nótt.

Ef Zuma, sem er orðinn 75 ára gamall, lætur sér ekki segjast munu flokksmenn hans á þinginu leggja fram vantrauststillögu á hendur honum sem Zuma mun ekki geta varist, að mati greinanda breska ríkisútvarpsins.

Jacob Zuma hefur verið leiðtogi Þjóðarráðsins frá árinu 2009 en hefur mátt sæta mikilli gagnrýni vegna gruns um spillngu. Þrýstingurinn á Zuma hefur verið nær óbærilegur frá því í desember síðastliðnum þegar Cyril Ramaphosa tók við formennsku í flokki forsetans.

Þrátt fyrir að Þjóðarráðið hafi ekki sent frá sér formlega áskorun til Zuma hafa framlínumenn flokksins greint frá áætlunum sínum í samtali við fjölmiðla ytra. Zuma sjálfur hefur ekki tjáð sig um málið í dag.


Tengdar fréttir

Munu biðja Zuma um að stíga til hliðar

Reiknað er með því að leiðtogar Þjóðarráðsins (ANC), suður-afríska stjórnarflokksins, muni biðja Jacob Zuma, forseta landsins, um að segja af sér embætti.

Fresta stefnuræðu Zuma

Mikill þrýstingur er á forseta Suður-Afríku að segja af sér vegna spillingarmála.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.