Körfubolti

Draymond Green stýrði Warrors til sigurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Draymond Green fékk að prófa að vera þjálfari í nótt
Draymond Green fékk að prófa að vera þjálfari í nótt visir/getty

Meistararnir í Golden State Warriors unnu auðveldan sigur á Phoenix Suns á heimavelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Það sem vakti athygli í leiknum í gær var þó ekki frammistaða leikmannanna inni á vellinum, heldur það að leikmennirnir sjálfir tóku að sér hlutverk þjálfarans í leiknum.

Í hvert skipti sem tekið var leikhlé í leiknum lét Steve Kerr, þjálfari liðsins, teikniborðið í hendurnar á leikmanni liðsins og sá hinn sami sá um að stjórna leikhléinu.
„Þetta er þeirra lið. Þeir þurfa að standa upp og axla ábyrgð á því. Sem þjálfarar er það okkar starf að ýta þeim í rétta átt en við stjórnum þeim ekki. Þeir ákveða sjálfir hver örlög þeirra verða. Mér finnst við ekki hafa náð að einbeita okkur mjög vel í síðustu leikjum og þetta virtist vera það rétta í stöðunni,“ sagði Kerr eftir leikinn.

Draymond Green, sem spilaði ekki í nótt vegna meiðsla, fékk að stjórna flestum leikhléum en David West og Andre Iguodala voru á meðal þeirra sem fengu einnig að spreyta sig.

Leikurinn endaði með 129-83 sigri Warriors sem tóku leikinn algjörlega í sínar hendur í öðrum og þriðja leikhluta. Liðið er í efsta sæti Vesturdeildarinnar með tvo sigra á Houston Rockets.
Úrslit næturinnar:
Detroit Pistons - New Orleans Pelicans 103-118
Philadelphia 76ers - New York Knicks 108-92
Brooklyn Nets - LA Clippers 101-114
Chicago Bulls - Orlando Magic 105-101
Utah Jazz - San Antonio Spurs 101-99
Golden State Warriors - Phoenix Suns 129-83

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.