Enski boltinn

Sjáðu tvennu Hazard og uppgjör helgarinnar í enska │ Myndbönd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Eden Hazard fann marknetið tvisvar í 3-0 sigri Chelsea á botnliði West Bromwich Albion í lokaleik 27. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í gærkvöld.

Sigurinn var lífsnauðsynlegur fyrir Chelsea sem hafði tapað illa í síðustu tveimur umferðum. Liðið endurheimti fjórða sæti deildarinnar af Tottenham með sigri og Antonio Conte getur andað léttar.

Hins vegar gróf WBA sér dýpri holu á botninum, liðið er nú fimm stigum á eftir Stoke. Það er hins vegar mjótt á mununum frá 19. sætinu og upp í það 10., svo stuðningsmenn Albion þurfa ekki að örvænta alveg strax.

Mörk Chelsea og helstu atvik úr leiknum má sjá hér að ofan og uppgjör 27. umferðar hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.