Innlent

Þrír á slysadeild eftir tveggja bíla árekstur á Bústaðavegi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Reiknað er með því að opnað verði fyrir umferð á Bústaðavegi fljótlega. Myndin er frá vettvangi um klukkan 9:15 í morgun.
Reiknað er með því að opnað verði fyrir umferð á Bústaðavegi fljótlega. Myndin er frá vettvangi um klukkan 9:15 í morgun. Vísir/Hanna

Tveggja bíla árekstur varð á Bústaðavegi klukkan rúmlega átta í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru þrír fluttir á slysadeild með minniháttar meiðsli.

Bústaðavegur hefur verið lokaður fyrir umferð á milli Sogavegar og Réttarholtsvegar en bílum hefur verið hleypt út úr hverfinu eftir því sem aðstæður leyfa. 

Reiknað er með því að opnað verði fyrir alla umferð fljótlega en líklegt er talið að draga þurfi í það minnsta annan bílinn af vettvangi.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.