Fótbolti

Brozovic sektaður þar sem hann klappaði fyrir áhorfendum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessir stælar í Brozovic munu kosta hann skildinginn.
Þessir stælar í Brozovic munu kosta hann skildinginn. vísir/epa

Hvorki þjálfari Inter né stjórn félagsins hafði húmor fyrir hegðun Króatans Marcelo Brozovic í leik liðsins um helgina.

Hann var arfaslakur í leiknum gegn Bologna og þegar honum var skipt af velli þá bauluðu stuðningsmenn Inter á hann. Brozovic svaraði fyrir sig með því að klappa kaldhæðnislega fyrir stuðningsmönnunum.

Hinir kínversku eigendur félagsins leggja mikið upp úr því að leikmenn liðsins séu kurteisir og alltaf til fyrirmyndar. Félagið ætlar því að biðjast opinberlega afsökunar á stælunum í Brozovic og sekta hann þess utan fyrir klappið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.