Enski boltinn

Messan fer yfir pressusókn City

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Manchester City fór illa með Leicester í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Sérfræðingar Messunnar fóru yfir frábæra pressu í sókn City.

Fyrst gefur Kyle Walker lélega sendingu sem hann eltir svo sjálfur og pressar. Maguire nær að senda boltann á Kasper Schmeichel í markinu en þá kemur Sergio Aguero og pressar hann.

Schmeichel neyðist í lélega sendingu sem City menn vinna á miðjum vallarhelmingi Leicester. Þegar Kevin de Bruyne fékk boltann fóru báðir miðjumennirnir upp í pressuna svo miðverðirnir hafa ekki hugmynd um hvern þeir eiga að dekka.

Við það opnast fyrir Sergio Aguero sem skilar boltanum í netið.

Þessa frábæru greiningu má sjá í spilaranum hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.