Stóra símamálið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta

Þrjú félög hafa unnið ensku úrvalsdeildina í fótbolta á síðustu fjórum tímabilum og ekkert útlit er fyrir að það breytist í vor.
Manchester City (vann líka 2014) er með yfirburðarforystu í deildinni en hin árin unnu Chelsea (2015 og 2017) og Leicester City (2016).
Fólkið á Genius Football er með húmorinn að vopni þegar þau hentu í mynd sem sýnir örlög hinna stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni síðustu ár.
Þar erum við að tala um lið Manchester United, Liverpool og Arsenal sem eru þrjú sigursælustu félögin í sögu Englandsmeistaratitilsins. Síðasta en ekki síst er síðan lið Tottenham.
Myndina má sjá hér fyrir neðan.
pic.twitter.com/k5z1gjHXYM
— GeniusFootball (@GeniusFootball) February 13, 2018
Stuðningsmenn Manchester United eru reyndar ekki alveg sáttir við þessa myndlíkingu og hafa bent á að árið 2013 var búið að gefa út iPhone 5. Blackberry síminn átti því varla við á þeim tíma.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.