Lífið

Steindi segist þekkja Balta til að komast nálægt Mark Wahlberg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frumleg leið hjá Steinda.
Frumleg leið hjá Steinda. Myndvinnsla/hjalti

Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., er staddur í Kólumbíu við tökur á Suður-ameríska drauminum og er hann sem fyrr í liði með Auðunni Blöndal.

Sem fyrr fá menn stig fyrir að hitta fræga í keppninni og komast Steindi að því að Mark Wahlberg sé við tökur á kvikmyndinni Mile 22.

Steindi ákvað að senda leikaranum skilaboð í þeirri von að hitta á kallinn. Hann segist vera góður vinur leikstjórans Baltasars Kormáks, sem vann einmitt með Wahlberg í kvikmyndinni Contraband.

Steindi hefur ekki enn fengið svar en er vongóður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.