Lífið

Tvenna með tónlist úr smiðju Jóhanns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri.
Jóhann Jóhannsson er látinn, 48 ára að aldri. Vísir/Getty
Annað kvöld verða sýndar stórmyndirnar Arrival og Sicario á Stöð 2 Bíó í minningu Jóhanns Jóhannssonar tónskálds sem lést síðastliðinn föstudag.  Jóhann fannst látinn á heimili sínu í Berlín en hann var aðeins 48 ára.

Jóhann hafði skapað sér nafn sem eitt virtasta kvikmyndatónskáld síðari ára. Hlaut hann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni The Theory of Everything auk þess sem að hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna, Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina.

Árið 2015 var hann einnig tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í myndinni Sicario. Árið 2016 var hann tilnefndur til Bafta og Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í myndinni The Arrival.

Arrival verður á dagskrá Stöðvar 2 Bíó klukkan 21 og í kjölfarið hefst Sicario klukkan 22:50. Hér að neðan má hlusta á spilunarlista á Spotify sem fór í loftið eftir að Jóhann lést. Þar eru að finna helstu tónlistarverk Jóhanns á hans ferli.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×