Handbolti

Seinni bylgjan: Strípaði „fautinn“ Dagur Sig kom upp úr gullkistunni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Tómas Þór Þórðarson gróf upp stórkostlegt myndbrot frá seinni hluta tíunda áratugsins í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem Dagur Sigurðsson var í eldlínunni með íslenska landsliðinu.

Ísland var að spila við Sviss í Laugardalshöllinni og var hart tekist á og menn enduðu í vægum slagsmálum þegar úrslitin lágu fyrir.

„Það er ekki hægt að segja það að leikmennirnir hafi sótt um friðarverðlaun Nóbels,“ sagði tuttugu árum yngri Arnar Björnsson í klippunni.

Þeir Tómas Þór og Jóhann Gunnar Einarsson tóku þá við að ræða hvernig þeir hafi minnst Dags sem frábærs miðjumanns, heiðarlegum og „elegant,“ en hafi verið kippt rækilega niður á jörðina við að sjá þessa klippu.

„Þú er fauti Dagur,“ sagði Jóhann Gunnar og Dagur játti því bara. „Ég verð bara að viðurkenna það.“

Þá gerðu drengirnir nokkuð grín að Degi fyrir strípurnar í hárinu sem hann skartaði.

En myndir eru betri en þúsund orð, þessa stórkostlegu klippu má sjá í spilaranum með fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.