Handbolti

Seinni bylgjan: Þessar voru bestar í janúar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Olís deild kvenna var í fullu fjöri í janúarmánuði og var lið mánaðarins valið af sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport í gær.

Fram á tvo fulltrúa í liðinu, markvörðinn Guðrúnu Ósk Maríasdóttur og línumanninn Elísabet Gunnarsdóttur. Þá er þjálfari Fram, Stefán Arnarson, þjálfari liðsins en Fram tapaði ekki leik í janúar.

Ester Óskarsdóttir hefur haldið áfram að skara fram úr í liði ÍBV og er í leikstjórnendastöðunni og liðsfélagi hennar Karólína Bæhrenz er í hægra horninu.

Skyttustöðurnar skipa þær Berta Rut Harðardóttir, Haukum og Andrea Jacobsen, Fjölni, og liðið er fullkomnað með Valskonunni Vigdísi Birnu Þorsteinsdóttur í vinstra horninu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.