Enski boltinn

Höfuðkúpubrotnaði á móti Chelsea og þarf að leggja skóna á hilluna 26 ára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stundin þegar fótboltaferill Ryan Mason endaði.
Stundin þegar fótboltaferill Ryan Mason endaði. Vísir/Getty

Ryan Mason hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Hull City og sinn síðasta fótboltaleik á ferlinum og það þótt hann eigi ennþá fjögur ár eftir í þrítugsafmælið.

Ryan Mason höfuðkúpubrotnaði í leik á móti Chelsea 22. janúar 2017 eftir að hann og Chelsea-maðurinn Gary Cahill skölluðu saman.Nú er ljóst að hann mun aldrei ná sér að fullu sem fótboltamaður og tók hann ráðum lækna um að leggja fótboltaskóna á hilluna. Ryan Mason þurfti að fara í aðgerð á höfði eftir samstuðið við Gary Cahill.

Hann þurfti að eyða viku á spítalanum og hefur talað um að hafa verið heppinn að lifa þetta af.


 
Mason vann markvisst og af miklum krafti að því að koma til baka inn á fótboltavöllinn en nú er ljóst að hann nær því ekki. Færustu læknar á sviði taugasjúkdóma sannfærðu um hann að áhættan væri of mikil að fara aftur inn á fótboltavöllinn.

Ryan Mason lék einn landsleik fyrir England árið 2015. Hann hóf ferilinn sinn hjá Tottenham en var keyptur til Hull fyrir þrettán milljónir punda í ágúst 2016 og varð þá dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.