Enski boltinn

Jón Daði valinn leikmaður mánaðarins og tók því tvennuna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Reading.
Jón Daði Böðvarsson fagnar marki með Reading. Vísir/Getty
Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson var kosinn leikmaður mánaðarins hjá enska b-deildarfélaginu Reading en hann átti magnaðan jánúarmánuð.

Jón Daði hafði áður fengið verðlaunin fyrir besta mark mánaðarins og hann er fyrsti leikmaðurinn í hjá Reading á þessu tímabili sem vinnur tvöfalt.

Það eru stuðningsmenn Reading sem kusu um bæði verðlaunin og íslenski framherjinn er hátt metinn þessa dagana.





Jón Daði var frábær í janúar og skoraði meðal annars fimm mörk í mánuðinum. Hér fyrir neðan má sjá stuttu viðtal sem var tekið við hann í tilefni af verðlaununum.







„Ég er stoltur og ánægður að hafa fengið svona kosningu hjá stuðningsmönnunum og það sýnir að ég er að gera eitthvað rétt. Auðvitað hefði ég viljað að liðinu gengi betur en ég ætla líta á jákvæðu hlutina hjá mér sjálfum og stefni á að bæta minn leik enn frekar. Vonandi tekst mér að skila mínu til liðsins og hjálpa okkur að fara að vinna leiki,“ sagði Jón Daði.

Okkar maður fær tækifæri til að halda upp á þetta í heitari loftslagi á Spáni en þangað fer liðið í stuttar æfingabúðir yfir bikarhelgina.

Leikmenn mánaðarins hjá Reading:

Ágúst 2017: Liam Kelly

September 2017: Liam Moore

Október 2017: Leandro Bacuna

Nóvember 2017: Mo Barrow

Desember 2017: Mo Barrow

Janúar 2018: Jón Daði Böðvarsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×