Enski boltinn

Fótboltaþjálfari dæmdur fyrir tugi brota gegn drengjum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Flest brot Bennell voru framin er hann starfaði hjá Crewe.
Flest brot Bennell voru framin er hann starfaði hjá Crewe. vísir/getty

Fyrrum fótboltaþjálfarinn Barry Bennell var í dag sakfelldur fyrir alvarlegt kynferðislegt ofbeldi í garð drengja sem hann þjálfaði.

Hinn 64 ára gamli Bennell var dæmdur fyrir 36 kynferðisbrot. Þolendurnir voru frá átta ára til fimmtán ára gamlir er hann braut á þeim.

Kviðdómur komst ekki að niðurstöðu í sjö kærum gegn barnaníðingnum

Bennell þjálfaði aðallega hjá Crewe Alexandra en hann var einnig í vinnu hjá Stoke City og Man. City.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.