Handbolti

Stefán Rafn áfram sjóðheitur í Ungverjalandi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán í leik með PIck.
Stefán í leik með PIck. vísir/getty

Enn á ný var Stefán Rafn Sigurmannsson atkvæðamikill í liði Pick Szeged í ungversku úrvalsdeildinni í handbolta, en Pick vann átta marka sigur í kvöld, 35-26, á Váci.

Leikið var á heimavelli Váci, en Pick Szeged var sjö mörkum yfir í hálfleik 18-11. Eftirleikurinn varð því auðveldur, en Pick hefur verið á miklu flugi.

Stefán Rafn var markahæstur hjá liðinu, en hann skoraði átta mörk. Stefán Rafn hefur verið sjóðandi heitur hjá ungverska liðinu í vetur og verið að skora mikið af mörkum.

Szeged er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Veszprém, en síðara liðið á þó leik til góða. Pick hefur leikið 19 leiki af 26.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.