Enski boltinn

Sjónvarpsrétturinn nálgast fimm milljarða punda og enn á eftir að selja tvo pakka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Peningurinn í boltanum hækkar og hækkar.
Peningurinn í boltanum hækkar og hækkar. vísir/getty

Sjónvarpsrétturinn að enska boltanum hefur nú þegar verið seldur fyrir tæplega 4,5 milljarða punda, en enn á eftir að selja tvö pakka af sjö.

Sky Sports hefur keypt fjóra af sjö pökkunum, en hver pakki inniheldur ákveðið magn af leikjum. BT Sport hefur svo keypt þann fimmta, en enn á eftir að selja síðustu tvö.

Síðasti samningurinn sem var seldur fyrir hönd ensku úrvalsdeildarinnar fór samanlagt á 5,14 milljarða punda, en hann rennur út 2019. Hann var gerður árið 2015.

Sky mun hafa forgang á því að velja einn leik um helgar og munu einnig fá laugardags kvöldleikina í fyrsta skipti. BT hefur keypt réttinn að hádegisleikjunum á laugardögum og borga þeir 295 milljónir punda á tímabili fyrir það sem gera 9,22 milljónir punda á leik.

Þetta þýðir að Sky þarf að punga út 3,579 milljörðum eða 9,3 milljónum punda á hvern leik. Nánari útlistun á hverjum pakka fyrir sig má lesa á vef BBC.

Mikið hefur verið rætt og ritað um komu Amazon, Facebook, Netflix eða Twitter inn á markaðinn, en það er ljóst að markaðurinn hefur heldur betur þrengst að minnsta kosti fyrir þessa aðila þar sem einungis tveir pakkar eru enn óseldir.

Þeir pakkar sem á enn eftir að selja innihalda leiki í miðri viku annars vegar og hins vegar þá leiki sem eru leiknir á helgidögum. Sagt er að BT Sport hafi áhuga á pökkunum en ekkert hefur heyrst frá Sky.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.