Enski boltinn

Ástríðan skiptir meira máli en leikskipulagið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Klopp á blaðamannafundi í vikunni.
Klopp á blaðamannafundi í vikunni. vísir/getty

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að ástríða og hjarta leikmanna muni skipta meira máli í leiknum mikilvæga gegn Porto í kvöld heldur en leikskipulag hans.

Fyrri leikur Porto og Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld, en leikið er í Portúgal. Liverpool-liðið leitast eftir góðum úrslitum og Klopp vill sjá hjarta frá sínum mönnum.

„Taktík mun aldrei vinna leiki. Þetta snýst um leikmennina og ákvarðanir sem þeir taka og að gera rétt á hverjum tímapunkti. Þeir þurfa leggja hjarta sitt í þetta og skilja allt eftir á vellinum,” sagði Þjóðverjinn litríki.

„Taktík er mikilvæg, en bara í þeim tilgangi að koma leikmönnum í þeirra bestu stöður,” sagði Klopp og aðspurður um hvort að einvíginu gæti verið lokið eftir fyrri leikinn á morgun svaraði hann:

„Gerist það oft í Meistaradeildinni að einn leikur ráði úrslitum? Ég hef ekki hugsað um það, en ég hef trú á Anfield. Við vitum að það er staður þar sem stuðningsmennirnir geta gert gæfumuninn.”

„Til þess að nýta það í síðari leiknum verðum við að sinna okkar skyldum í fyrri leiknum. Við leitumst eftir frábærum úrslitum til þess að við séum á lífi í síðari leiknum, en við vitum að þetta verður erfitt,” sagði kappinn að lokum.

Leikur kvöldsins verður að sjálfsögðu sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en upphitun hefst klukkan 19.15. Leikurinn sjálfur hefst 19.45.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.