Handbolti

Toppliðin bæði með sigra

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rakel Sigurðardóttir skoraði eitt mark fyrir Hauka í kvöld.
Rakel Sigurðardóttir skoraði eitt mark fyrir Hauka í kvöld. vísir/ernir

Topplið Hauka rígheldur í toppsætið í Olís-deild kvenna, en Hafnarfjarðarliðið marði sigur á Selfyssingum í kvöld, 23-22.

Haukarnir voru einu marki yfir í hálfleik, 11-10, og eftir dramatískar lokamínútur varð munurinn bara eitt mark, 23-22.

Berta Rut Harðardóttir var markahæst hjá Haukum með sex mörk, en annars dreifðist markaskorið ansi vel hjá Haukunum. Alls skoruðu níu leikmenn Hauka, en Haukarnir eru á toppnum með 28 stig, sama fjölda og Valur.

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst með níu mörk hjá heimastúlkum, en Selfoss er í sjötta sætinu með sjö stig. Þær eru með þremur stigum meira en Grótta og Fjölnir.

Valur vann átján marka sigur á Fjölni, 28-10, eftir að hafa fengið einungis fjögur mörk á sig í fyrri hálfleik, en staðan í hálfleik var 10-4.

Valur er á toppnum með Haukum, eins og áður hefur verið sagt, en Fjölnir er í botnbaráttu með fjögur stig.

Berglind Benediktsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Fjölni, en Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir skoraði átta fyrir Val og Kristín Arndís Ólafsdóttir sjö.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.